Brúðkaup 11 Júlí 2009

Jæja senn líður að því. 

Í dag eru aðeins 4 vikur og 4 dagar þar til við göngum að altarinu og verðum hjón. Spenningurinn er gríðarlegur. Allt er meira og minna ákveðið fyrir stóra daginn, þ.e.a.s. búið er að finna fötin á alla fjölskyldumeðlimi. Ákveða matinn og kaupa hann eða það sem hægt er, sönginn í veislu og kirkju og skreytingar í salinn svo eitthvað sé nefnt.

Athöfnin verður kl. 16:00 í Kópavogskirkju og er það Séra Íris Kristjánsdóttir sem gefur okkur saman. Veislan verður síðan í beinu framhaldi í Veislusal Marel í Garðabæ.

Brúðarmeyjurnar mínar verða "Besta" og Rebekka Rós og svo verða að sjálfsögðu prinsarnir okkar fjórir sem fylgja fast þar á eftir. Þórir Bjarni ætlar að vera hringaberi og er mjög spenntur fyrir því.

Veislustjórarnir verða tveir, Frikki og Besta.

Og að sjálfsögðu leikur Hljómsveitin Vítamín fyrir dansi fram á nótt (að einum meðlim undanskildum)

Jæja þetta er nóg í bili, segji ykkur meira næst.


Brúðkaup 11. júlí 2009

Jæja gott fólk, nú eru hjónaleysin loks að fara að ganga upp að altarinu. Skipulagða konan er að sjálfssögðu byrjuð að undirbúa, og meira að segja búin að ákveða margt. Búið er að panta kirkjuna og salinn, söngkonuna í kirkjuna og margt fleira. Segi ykkur nú meira um það seinna.

Af okkur er annars allt gott að frétta, Þórir Bjarni er byrjaðurDSC03296 
í skóla og er það búið að vera mikill spenningur. Hann fékk nýja skólatösku úr púkanum.... (Pukinn.com) sem hann er ekkert smá montinn með, því það er Thor taska.
Svo fékk hann að velja sér föt fyrir skólann sem hann ætlar að hafa fyrir skólaföt. Hann fékk sér þessi föt sem hann er í á myndinni, svartar buxur, bláa hettupeysu, svartann jakka sem hann var alveg veikur fyrir. Og þetta valdi hann í Söru. Svartir puma skór úr Intersport og svört húfa úr Pukinn.com (að sjálfsögðu)

ER MAÐUR FLOTTASTUR EÐA HVAÐ????

        

 

 

 

 

 

 

Jæja meira seinna, bið að heilsa í bili

kv Erla Hanna
                                                                   

 

 

 

 


Helgin

Jæja þá er aftur að koma helgi, og mér sem finnst hún vera nýbúin. Vona að þessar vikur fram að Ameríkuferðinni líði jafn hratt, því mig er farið að hlakka skuggalega mikið til. Við Margrét erum byrjaðar að gera lista, um hvað eigi að kaupa........og hann er sko ekki stuttur.....veit ekki alveg hvernig við höfum tíma í þetta allt, en það kemur í ljós.

Helgin já, Þórir og Guðni litli eru að fara að lúlla hjá Guðna frænda á laugardaginn, og ég ætla að gera eitthvað skemmtó. Ef ske kynni að maðurinn minn yrði laus (hef varla séð hann í viku, hann kom heim úr vinnunni kl 7.30 í morgun og fer aftur að vinna kl 12.......ruglaður eða hvað?) Þá ætla ég með honum út að borða og gera eitthvað skemmtilegt, en annars ætla ég með Margréti eitthvað.

Púkinn er að stækka og það á að vera eitthvað partý þar á laugardaginn frá kl 13-18 hljómsveit og læti sko, og auðvitað er það hljómsveitin Tilþrif....hver önnur....Whistling 

Nú síðan á sunnudaginn ætla ég að hafa kallinn minn algjörlega útaf fyrir mig og hafa kósý um kvöldið.

Jæja nóg af röfli í bili, bið að heilsa

Erla Hanna

 


Fyrsta bloggfærsla

Jæja þá er konan komin með bloggsíðu, skildi hún verða dugleg að blogga? Kemur í ljós.

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur að ég átti afmæli um helgina og varð 30 ára. Svaka veisla var haldin í tilefni þess og mun ég setja inn nokkrar myndir af því hér inn.

Þessi færsla verður ekki legnri að sinni en ég kem aftur á morgun.

kv Konan úr kópavogiTounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband