Helgin

Jæja þá er aftur að koma helgi, og mér sem finnst hún vera nýbúin. Vona að þessar vikur fram að Ameríkuferðinni líði jafn hratt, því mig er farið að hlakka skuggalega mikið til. Við Margrét erum byrjaðar að gera lista, um hvað eigi að kaupa........og hann er sko ekki stuttur.....veit ekki alveg hvernig við höfum tíma í þetta allt, en það kemur í ljós.

Helgin já, Þórir og Guðni litli eru að fara að lúlla hjá Guðna frænda á laugardaginn, og ég ætla að gera eitthvað skemmtó. Ef ske kynni að maðurinn minn yrði laus (hef varla séð hann í viku, hann kom heim úr vinnunni kl 7.30 í morgun og fer aftur að vinna kl 12.......ruglaður eða hvað?) Þá ætla ég með honum út að borða og gera eitthvað skemmtilegt, en annars ætla ég með Margréti eitthvað.

Púkinn er að stækka og það á að vera eitthvað partý þar á laugardaginn frá kl 13-18 hljómsveit og læti sko, og auðvitað er það hljómsveitin Tilþrif....hver önnur....Whistling 

Nú síðan á sunnudaginn ætla ég að hafa kallinn minn algjörlega útaf fyrir mig og hafa kósý um kvöldið.

Jæja nóg af röfli í bili, bið að heilsa

Erla Hanna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maren

Góða skemmtun dolly með þessum yndisfagra kalltutlu þinni og vonandi eigið þið góða stund saman hjúin.

Og ég efa ekki að það verður stuð hjá bræðrunum.

Maren, 12.10.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband