Brúðkaup 11. júlí 2009
25.8.2008 | 12:13
Jæja gott fólk, nú eru hjónaleysin loks að fara að ganga upp að altarinu. Skipulagða konan er að sjálfssögðu byrjuð að undirbúa, og meira að segja búin að ákveða margt. Búið er að panta kirkjuna og salinn, söngkonuna í kirkjuna og margt fleira. Segi ykkur nú meira um það seinna.
Af okkur er annars allt gott að frétta, Þórir Bjarni er byrjaður
í skóla og er það búið að vera mikill spenningur. Hann fékk nýja skólatösku úr púkanum.... (Pukinn.com) sem hann er ekkert smá montinn með, því það er Thor taska.
Svo fékk hann að velja sér föt fyrir skólann sem hann ætlar að hafa fyrir skólaföt. Hann fékk sér þessi föt sem hann er í á myndinni, svartar buxur, bláa hettupeysu, svartann jakka sem hann var alveg veikur fyrir. Og þetta valdi hann í Söru. Svartir puma skór úr Intersport og svört húfa úr Pukinn.com (að sjálfsögðu)
ER MAÐUR FLOTTASTUR EÐA HVAÐ????
Jæja meira seinna, bið að heilsa í bili
kv Erla Hanna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.