Brúðkaup 11 Júlí 2009
8.6.2009 | 21:00
Jæja senn líður að því.
Í dag eru aðeins 4 vikur og 4 dagar þar til við göngum að altarinu og verðum hjón. Spenningurinn er gríðarlegur. Allt er meira og minna ákveðið fyrir stóra daginn, þ.e.a.s. búið er að finna fötin á alla fjölskyldumeðlimi. Ákveða matinn og kaupa hann eða það sem hægt er, sönginn í veislu og kirkju og skreytingar í salinn svo eitthvað sé nefnt.
Athöfnin verður kl. 16:00 í Kópavogskirkju og er það Séra Íris Kristjánsdóttir sem gefur okkur saman. Veislan verður síðan í beinu framhaldi í Veislusal Marel í Garðabæ.
Brúðarmeyjurnar mínar verða "Besta" og Rebekka Rós og svo verða að sjálfsögðu prinsarnir okkar fjórir sem fylgja fast þar á eftir. Þórir Bjarni ætlar að vera hringaberi og er mjög spenntur fyrir því.
Veislustjórarnir verða tveir, Frikki og Besta.
Og að sjálfsögðu leikur Hljómsveitin Vítamín fyrir dansi fram á nótt (að einum meðlim undanskildum)
Jæja þetta er nóg í bili, segji ykkur meira næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.